Hrossaræktarsamband SkagafjarðarRSS

 

Flughestar
Flugumýri II
560 Varmahlíð, Skagafirði
Sími: 453 8814 / 895 7814. Fax: 453 8814. Netfang:flugumyri@flugumyri.is

Ný heimasíða: www.flugumyri.is

 

Á Flugumýri búa þau Eyrún Anna Sigurðardóttir og Páll Bjarki Pálsson ásamt börnum sínum Ástu Björk, Eyrúnu Ýri, Sigurði Rúnari, Þórdísi Ingu og Júlíu Kristínu, og hafa stundað þar hrossarækt síðan 1988.


Flugumýrarhrossin, gjarna bleikálótt eða móálótt, eru löngu landsþekkt en langþekktastur er þó stóðhesturinn Ófeigur 882 frá Flugumýri sem fæddur var árið 1974. Ófeigur komst til æðstu metorða, hlaut heiðursverðlaun sem kynbótahestur og kemur víða við sögu í íslenskri hrossarækt í dag. Hrossarækt þeirra Eyrúnar Önnu og Páls Bjarka á Flugumýri II byggir að stórum hluta á þessum grunni sem lagður var fyrir um aldarfjórðungi en fleira kemur til. Gæðingahryssan Kolskör frá Gunnarsholti er máttarstólpi í hrossarækt þeirra og sonur hennar stóðhesturinn Kormákur frá Flugumýri er nú að skipa sér í röð athyglisverðustu stóðhesta landsins í dag. Hann hefur nú þegar öðlast 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Afkvæmi Kormáks hafa vakið athygli undanfarið, þar má nefna glæsihryssuna Sif frá Flugumýri en hún var hæst dæmda hryssa landsins árið 2001 með 8.05 fyrir byggingu, 8.63 fyrir hæfileika og 8.40 í aðaleinkunn.
Í Sif mætast annarsvegar stóðhesturinn Kormákur Kolskararson og hinsvegar Ófeigsdóttirin Sandra frá Flugumýri, það má því með sanni segja að þar mætist gamli og nýi tíminn í hrossarækt á Flugumýri.

 

Páll Bjarki og Anna voru kjörin hrossaræktarmenn ársins 2001 á Íslandi. Valið kom ekki á óvart þar sem Kormákur frá Flugumýri II var kominn með stig til fyrstu verðlauna í kynbótamati BÍ og hryssur frá þeim slógu í gegn í kynbótasýningum um sumarið. Þar fór fremst í flokki hin brúnskjótta Sif frá Flugumýri II, en hún fékk há fyrstu verðlaun í kynbótadómi og barðist um toppinn í A-flokki gæðinga á Fákaflugi á Vindheimamelum, með 9,28 í einkunn.

 


HORSE BREEDING FARM OF THE YEAR 2001 IN ICELAND

Páll Bjarki og Anna voru kjörin hrossaræktarmenn ársins 2001 á Íslandi. Valið kom ekki á óvart þar sem Kormákur frá Flugumýri II er kominn með stig til fyrstu verðlauna í kynbótamati BÍ og hryssur frá þeim slógu í gegn í kynbótasýningum um sumarið. Þar fór fremst í flokki hin brúnskjótta Sif frá Flugumýri II, en hún fékk há fyrstu verðlaun í kynbótadómi og barðist um toppinn í A-flokki gæðinga á Fákaflugi á Vindheimamelum, með 9.28 í einkunn.

Flughestar- Flugumýri ll     Blönduhlíð
560 Varmahlíð                    Iceland
Phone: +354 453 8814
GSM: +354 895 7814
Fax: +354 453 8814
E-mail:
flugumyri@flugumyri.com

Hestaíþróttamaður Skagafjarðar

Uppskeruhátíð hestamanna
:: meira