Hrossaræktarsamband SkagafjarðarRSS

Border Collie ræktun á Syðra-Skörðugili

CIMG3168.JPGCIMG3190.JPGCIMG3198.JPG

CIMG3219.JPGCIMG3228.JPGCIMG3224.JPG

Hvolpur til sölu:)

Hann Kasper frá Syðra-Skörðugili er til sölu.  Hann er 1 af 5 hvolpum úr goti Söru frá Dalsmynni þann 1.okt sl.  Hann er virkilega fallegur hundur og alveg einstaklega skemmtilegt eintak.  Hreinræktaður Border Collie.  Geðslagið er mjög gott , hann er rólegur og MJÖG húsbóndahollur.  Virðist taka öllu með góðri ró og er mjög fljótur að læra.  Þeir sem hafa áhuga eða vilja vita meira um Kasper er velkomið að hafa að hafa samband.  Hægt er að hringja í mig 8970611 eða senda tölvupóst fjola@krokur.is Hér er mynd af gripnum.

VEE & Kasper.jpg


Sara gaut þann 1.október 2010.

Þannig var að þegar skvísan fór á stúfana þá fékk ég pantað undir þann góða hund Nemó frá Dýrfinnustöðum sem er í eigu Sigurðar á Sleitustöðum.  Þeim hefur greinilega samið vel því þann 1.okt gaut Sara 6 hvolpum.  Því miður lifði ekki einn af þeim.  Gotið saman stóð af 2 tíkum og þrem hundum.  Þetta eru allt alveg gullfallegir hvolpar og verður svo sannarlega skemmtilegt að fylgjast með þeim í framtíðinni.  Nú hafa þeir allir nema einn fengið varanlegt heimili og það ekki af verri endanum.  Við ætlum sjálf að halda eftir einni tíkinni, Tátu, og með því eignast vonandi upprennandi smalahund.  Hin tíkin, Fjóla að nafni, er í eigu Iðunnar og Dóra í Söðulsholti.  Einn af þessu þrem hundum, Spuni, er í eigu Auðar Björnsdóttur Ísafirði og er ætlun hennar að þjálfa hann sem bæði smalahund og free style hund það verður mjög spennandi að fylgjast með því.  Einn hundurinn er í eigu Erling Sigurðssonar í Unadal og verður honum vonandi góður smalahundur.  Síðan er einn sem ekki hefur fengið varanlegt heimili enn, sá er líka mjög efnilegur, stór og alveg gullfallegur.  Hér eru nokkrar myndir af þeim í uppvexti.

Hvolpar-1.JPG

Hvolpar-3.JPG

Fjóla-3.JPG

Táta.JPGTáta

Fjóla-Iðunnar.jpgFjóla

 

 

 

Tumi fór á bæjarflakk sl.sumar og í framhaldi af því gaut tíkin á Íbishóli nokkrum hvolpum í haust.  Hún er blanaður Border Collie að einhverju leyti, þrílit og alveg einstaklega falleg.  Það er ein tík úr þessu goti eftir sem fæst gefins á gott heimili - svo ef einhver hefur áhuga þá endilega hafa samband.  Tumi er hreinræktaður og skráður í Smalahundafélag Íslands, hann er frábær jafnt sem heimilishundur og smalahundur.  Hér eru tvær myndir af dúllunni.

Tumadóttir.JPGTumadóttirII.JPG

 

Sara eignaðist hvolpa þann 16.mars sl.  Þrír grallarar eru nú byrjaðir að hlaupa um allt og éta á við fullorðna :)  Að þessu sinni gerðist það óhapp að eigi er vitað hver faðirinn er - Sara fékk alveg að ráða þessu sjálf að þessu sinni - við vorum ekki spurð um leyfi því miður, svona er þetta bara stundum.  Ástin spyr ekki um ættir :)  Ef einhver hefur áhuga á að eignast hvolp þá endilega hafa samband.  Þeir fást gefins á gott heimili.  Tveir hundar og ein tík í boði.  Set inn myndir af þeim fljótlega.

 

Það fæddust hvolpar þann 6.júlí sl.

Sara okkar eignaðist hvolpa þann 6.júlí sl eins og áður segir.  Hún fékk við stórættuðum og alveg gullfallegum hundi sem er í eigu Agnars á Miklabæ og heitir Tryggur frá Grundarfirði.  Hún gaut 10 hvolpum hvorki meira né minna !!! Það lifðu 8 hvolpar og eru þeir að verða alveg rosalega myndarlegir og kætin og prakkaraskapurinn eftir því.  Ef þið hafið áhuga á hvolp þá endilega hafið samband eða kíkið í heimsókn og skoðið gripina.  Hér að neðan er ættin þeirra og nokkrar myndir sem ég tók fyrir nokkrum dögum.

Ætt:

M:Sara frá Dalsmynni MM: Skessa frá Hæl  MF: Tígull frá Eyrarlandi

F: Tryggur frá Grundarfirði  MM: Skotta frá Fossi  FF: Heimsenda Kátur

 

12.08.08 279.jpg12.08.08 285.jpg12.08.08 273.jpg

 

 

Heimamyndir 247.jpgHeimamyndir 251.jpgHeimamyndir 250.jpg

Tumi hálf skömmustulegur í sófanum en reynir samt að láta fara vel um sig,,,veit hann má ekki vera þarna.

Heimamyndir 268.jpgHeimamyndir 258.jpg

Heimasæturnar með Söru og Tuma

Við höfum alltaf haft mjög mikinn áhuga á hundum og hundarækt.  Þar sem við búum með hross og sauðfé að þá hentar Border Collie hundarnir okkur afskaplega vel.  Það er alveg ótrúlega mikil hjálp í því að eiga góðan smalahund þegar þarf að hreyfa fé á heimilinu.  Ekki það að heimilisfólkið hafi ekki gott af því að hlaupa sjálft og losna þar með að kaupa fokdýr árskort í Þreksport.  En smalahundur er ekki það sama og smalahundur.  Þú getur keypt þér fokdýran og háættaðan border collie hvolp og halda að þar með sé búið að bjarga smalamennskunni.  Árángurinn er hins vegar enginn ef þú ekki leggur kapp í að temja hundinn.  Þetta er svipað og með hrossin.  Þú getur keypt þér rándýran hest og ætlað þér að gera stóra hluti með hann í framtíðinni, síðan gleymist að temja hann og hvað gerist þá ???  Þetta er eins með hundinn.  Þú getur ekki ætlast til að hann þjóni þér rétt ef þú ekki kennir honum. 

 

Border Collie hundar eru jafn misjafnir eins og þeir eru margir en allir hreinræktaðir border collie hafa sama eiginleikann þ.e. að halda fé saman í hóp og smala því til eigandans.  Það eru til alls kyns skipanir sem hægt er að kenna hundinum.  Mikilvægustu skipanirnar eru þó að hundurinn kunni að fara til hægri, vinstri, sækja, sitja kyrr og koma nær.

 CIMG0372.JPG CIMG0280.JPGCIMG0284.JPG

Þann 13.ágúst s.l. fæddust sjö snoppufríðir Border Collie hvolpar hjá okkur.  Móðirin er Sara og faðirinn er Tumi. Hvolparnir eru alveg einstaklega sætir og eru afar góðar smalaættir sem standa á bak við þá og ættu þeir því að verða góðir smalahundar í framtíðinni. 

PICT0358.JPGPICT0357.JPG

Hvolparnir hafa allir verið seldir á góð heimili.  Fjórir þeirra fóru á sveitabæi, einn seldur á Krókinn og verður hann að öllum líkindum taminn sem leitarhundur og tveir fóru í Mosfellsbæinn.  Vona ég að nýjir eigendur þeirra verði þeim góðir og framtíð þeirra björt og skemmtileg.  Sjálf héldum við eftir einum hvolp þar sem í október sl. féll faðir þeirra frá.  Tumi varð bráðkvaddur einn sunnudag í októbermánuði 9 ára gamall.  Tumi var búinn að vera okkur mikil hjálparhella í smalamennsku í gegnum árin og hans er sárt saknað.  Það verða viðbrigði í sumar þegar smala á hestunum heim úr næturhaga og Tumi ekki með í för.  Nóg var að keyra að haganum flauta einu sinni og stökk þá Tumi af stað og fylgdi hrossunum heim.  Nú þurfum við líklega að fara út úr bílnum sjálf og hlaupa í hans verk !!!.

PICT0362.JPGPICT0363.JPGPICT0369.JPG

 

Hér að neðan má sjá móðirina Söru frá Dalsmynni að störfum.

Ætt Söru frá Dalsmynni

M: Skessa frá Hæl MM:

 

Border collie hundaræktun er einnig stunduða á Skörðugili.  Þannig vildi til að árið 1996 eignaðist ég minn fyrsta Border Collie hund er Tumi heitir.  Tumi er ættaður frá Keldudal frá Leifi stórbónda.  Við Tumi fórum tvisvar á námskeið hjá Gunnari á Daðastöðum þar sem ég lærði að kenna honum þessar helstu smalaskipanir, þ.e hægri, vinstri o.s.frv.  Þetta tókst nú ágætlega hjá okkur og hefur Tumi í gegnum tíðina sparað okkur ófá sporin í smalamennskunni.  Hann var fyrstu þrjú árin afar óstýrlátur og ef vægt er til orða tekið þá var hann eiginlega svolítið ofvirkur en svo róaðist hann með árunum og er mjög fínn í dag þó aldurinn sé að færast yfir hann.  Fyrst um sinn reyndist samt erfiðast að temja bændurnar á Skörðugili , því í hvert sinn er rolla fór af leið voru þeir stokknir af stað öskrandi og æpandi.  Svo smá lærðist það að jafnvel væri gott að láta hundinn vinna fyrir sig.

Tumi frá Keldudal að störfum hér að ofan.

 

Síðan árið 2003 eignaðist ég tík er Sara heitir.  Sara er ættuð frá Dalsmynni, frá Svani bónda þar.  Sara varð að vísu fyrir því óhappi að lenda undir bíl fljótlega eftir að ég eignaðist hana.  Við áreksturinn brotnaði í henni lærbeinið og þurfti tvo uppskurði til að koma henni aftur saman.  Í dag virðist það ekki há henni verulega við hlaupin að hafa nagla í lærinu.  Hún er sérlega skemmtileg tík , geðprúð og með gott smalaeðli.  Sara var síðan send til upprunalegs eiganda síns í vetur þar sem ég fékk tamningu á hana í hestakaupum mínum við Svan.  Þar kenndi hann henni smalaábendingarnar og lét mjög vel af henni.  Er ég að vonast til að hún eigi eftir að nýtast okkur vel í haust við smölun. 

Hér að neðan eru foreldrar Söru.   Skessa (vinstra megin) og Tígull.

 

Hér er svo bróðirinn hann Vaskur frá Dalsmynni.  Einnig undan Skessu.

Hér að neðan er Svanur bóndi í Dalsmynni með Vask að störfum.

                                  ´

Hér má svo sjá ættmóðurina hana Skessu frá Hæl.